miðvikudagur, 30. september 2009

Takk Texas...

Ég er í öngum mínum yfir veikingu ríkisstjórnarinnar eins og sjálfsagt margir aðrir. Ég á bara ekki til orð. Lausaleikskrói Sjálfstæðisflokksins Icesave ætlar að reynast Íslendingum erfiður ljár í þúfu. Það hlakkar í Sjálfstæðisflokknum og mér skilst að þeir spenni nú greipar í frómri ósk um stjórnarslit, kosningar og bólstruð ráðherrasætin. Ég hellti úr skálum reiðiblandinnar örvæntigar minnar á Facebook og Jón Fannar vinur minn kom með ágætis innlegg. Hann beisklí sagði mér að hætta að væla og reyna að vera uppbyggilegri.

-Góður punktur.

Ég get það bara ekki. Sorrý, en nei. Icesave er skrýmsli Sjálfstæðisflokksins. Hinn spillti og mútuþægi Sjálfstæðisflokkur á þetta skrýmsli með hrúðri, tálknum, húð, hári,fálmurum og fæðuopi. Ég þoli ekki tilhugsunina um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nokkuð að gera með tiltektina eftir þeirra eigin fúsk. Þeir eiga bara að þegja, þegja, þegja og skammast sín.

-Sorrý en svona er ég bara innréttaður.

Mér datt í hug lag eftir stelpurnar í Dixie Chicks sem þær sömdu um viðbrög hægri manna í USA eftir að þær mótmæltu stríðsrekstri Bush í Írak. Þær voru eins og margir muna kanski algerlega útskúfaðar fyrir þessa skoðun sína þegar Bandaríkin voru að blása sig upp í enn einn stríðs-tryllinginn. Lagið sem þær sömdu heitir "I'm not ready to make nice" og smellpassar við hvernig mér líður gagnvart SjálfstæðisFLokknum.Hérna er textinn. Snertir strengi í mínu blóðuga hjarta. -Takk Texas.


Forgive, sounds good
Forget, I'm not sure I could
They say time heals everything
But I'm still waiting

I'm through with doubt
There's nothing left for me to figure out
I've paid a price
And I'll keep paying

I'm not ready to make nice
I'm not ready to back down
I'm still mad as hell and
I don't have time to go round and round and round
It's too late to make it right
I probably wouldn't if I could
'Cause I'm mad as hell
Can't bring myself to do what it is you think I should

I know you said
Can't you just get over it
It turned my whole world around
And I kind of like it

I made my bed and I sleep like a baby
With no regrets and I don't mind sayin'
It's a sad sad story when a mother will teach her
Daughter that she ought to hate a perfect stranger
And how in the world can the words that I said
Send somebody so over the edge
That they'd write me a letter
Sayin' that I better shut up and sing
Or my life will be over

I'm not ready to make nice
I'm not ready to back down
I'm still mad as hell and
I don't have time to go round and round and round
It's too late to make it right
I probably wouldn't if I could
'Cause I'm mad as hell
Can't bring myself to do what it is you think I should

I'm not ready to make nice
I'm not ready to back down
I'm still mad as hell and
I don't have time to go round and round and round
It's too late to make it right
I probably wouldn't if I could
'Cause I'm mad as hell
Can't bring myself to do what it is you think I should

Forgive, sounds good
Forget, I'm not sure I could
They say time heals everything
But I'm still waiting

þriðjudagur, 29. september 2009

Heimasíða nýja SUS-formannsins.

Ég hvet alla til að kynna sér heimasíðu Ólafs Arnar Nielsen nýjasta formanns SUS. Þar kennir ýmissa grasa. Ég spái því að þessi síða "hverfi" áður en langt um líður og því fer hver að verða síðastur...

föstudagur, 25. september 2009

Bragðarefurinn Davíð Oddson

Trúarbragðafræðingar eru sammála um að vissar "týpur" koma alltaf upp í fjölgyðistrú. Stríðsguðinn, guð viskunnar og svo framvegis. Þetta er áþekkt stef og í bókmenntafræðinni en samkvæmt rannsóknum þá hljóma þessi sömu stef út um allt mannlífið. Einkenni hetjunnar eru t.d oftast þau sömu og það furðulega er að þær hetjur sem fólki geðjast að eru breyskar hetjur. Hetjur með veikleika. Herakles hinn gríski, Þór hinn norræni og svo úr skáldsagnaheiminum má nefna Egil Skallagrímsson og meira að segja sjálfan Súperman.

Hetjunum í goðsögunum svipar einmitt til hetjanna í raunheimum. Engin þolir fullkomið fólk en við elskum breyskleika í fyrirmyndunum okkar. Er glansblaðasamfélagið ekki heltekið af dópneyslu leikara, stórum rössum söngkvenna (eða hitt þó heldur) og kynlífi virðulegra þingmanna?

Sama gildir um skúrkanna. Þeir eru alltaf meingallaðir. Þeir eru yfirleitt breyskir og vitgrannir. Tiltölulega auðvelt að gabba skúrkana. Í sögunni um Hringadróttinn er Sauron hinn mikli meira að segja gabbaður af tveimur litlum Hobbitum sem ná því að kasta hringnum eina niður í iður Dómadagsfjallsins, beint fyrir framan nefið á hinum eineygða en alsjáandi Sauron. Eru skúrkar dagsins í íslensku samfélagi ekki ósköp litlir eitthvað þegar þeir reyna að verja hið óverjandi? Eigum við að hlægja eða gráta þegar Bjarni Ármannsson segir það óábyrga meðferð fjármuna að borga skuldirnar sínar?

Ef hetjur goðsagnanna og hetjur mannheima eiga sér sömu eiginleika, og það sama gildir um skúrka, hvar flokkast þá íslenskir stjórnmálamenn? Eru þeir hetjur eða skúrkar? Eiga Íslendingar sér einhverjar stjórnmálahetjur eða stjórnmálaskúrka? Ef skimað er yfir stjórnmálasögu 20.aldar er ekkert sérlega um gróinn völl að ganga en ætli helst standi ekki uppúr njólinn Jónas og fífukollan Ólafur Thors. Einhver Eysteinn er þarna fast upp við brotin Hannibala. Aðallega eru þetta nú fjórar tegundir smájurta.

Skúrkar íslenskra stjórnmála eru undir sömu fötu settir og hetjurnar. Engir almennilegir skúrkar fyrirfinnast í 20. aldar stjórnmalasögu Íslands. Við eigum engan Quisling. Að minnta kosti ekki enn. Við eigum þó einn hreinræktaðan stjórnmálaskúrk sem heitir Finnur Ingólfsson og fór að því er virðist út í stjórnmál til þess að sölsa undir sjálfan sig eigur þjóðarinnar.

Einn er sá maður sem margir sakna sjálfsagt í þessa litlausu flóru íslenskra stórnmálamanna, sjálfur Foringinn. Umdeildasti stjórnmálamaður Íslendinga frá landnámi. Sá hataðisti. Sá elskaðasti og sá sem ekki getur farið á pulsubarinn og fengið sér eina með öllu án þess að það sé túlkað einhvernveginn, út eða suður. Davíð Oddsson.

Vandamálið er að Davíð Oddsson er hvorki hetja eða skúrkur. Hann uppfyllir ekki skilyrðin fyrir þetta tvennt. Davíð Oddsson er það sem kallað er í goðafræðinni "trickster" eða bragðarefur. Davíð er hetja OG skúrkur allt eftir því hvernig vindarnir blása. Þekktasti tricksterinn meðal goða er Loki Laufeyjarson. Loki, rétt eins og Davíð, hafið unun af deilum hverskonar og átti auðvelt með að magna upp slíkar ef honum þótti tilefni til. Tricksterar eru alls ekki gallalausir í vélabrögðum sínum og sem dæmi þá afhenti Davið andstæðingum sínum sitt aðal vopn upp í hendurnar, þegar hann afhjúpaði leyndardóm smjörklípunnar. Það var eins og eitt risa stórt "ah-ha" heyrðist um allt samfélagið þegar Davíð leysti frá skjóðunni. Hann var þá á leiðinni út úr pólitík að því er virtist og hefur sjálfsagt fundist óþarfi að halda málinu leyndu lengur. “Smjörklípuaðferðin” er alger Rósettusteinn á þankagang Daviðs.

Davíð lagðist í miklar breytingar á íslensku samfélagi eftir forskrift Reagans, Thatcher og Pinochets í Chile. Stórkostlegum áformum einkavæðingu ríkisfyrirtækja var hrundið í framkvæmd en fljótlega sást að það var maðkur í mysunni. Hæstu tilboðum í ríkisfyrirtækin var aldrei tekið og ljóst að hollusta við Sjálfstæðisflokkinn skipti meira máli en krónur og aurar, hvað þá hugmyndafræðin.

Takið eftir að á orði voru þetta framfaraskref fyrir þjóðina (losna undan oki alltof umsvifamikils ríkisapparats) en á borði var þetta gríðarlegur ávinningur fyrir vildarklúbb Sjálfstæðisflokksins. Þarna var Loki Laufeyjarson í skógarferð. Með góðan málstað en annarlegar áætlanir. Skýrast kom þessi Loka-árátta í ljós í orrustunni um fjölmiðlafrumvarpið. Þá hafði Davíð góðar ástæður fyrir herferð sinni gegn Baugi, hann sá í gegnum þetta fólk en þingið, þjóðin og forsetinn keyptu þetta ekki. Því miður segi ég. -Því miður. Leikar hefðu örugglega spilast öðruvísi fyrir Ísland ef Baugur hefið ekki verið með puttana í fjölmiðlunum sínum. Þar gerði hann gott og alveg eins og Loki Laufeyjarson barðist hann stundum með ásum og stundum með jötnum. -Vandamálið er að maður veit aldrei i hvoru liðinu Davíð er.

Davíð eins og Loki eignaðist urmul skrímslabarna. Loki eignaðist Fenrisúlf en Davíð spillti Hæstarétti Íslands með því að ráða ættingja og vini úr Vildarklúbbi Sjálfstæðisflokksins í lausar stöður. Loki eignaðist Miðgarðsorm en Davíð þandi út ríkiskerfið svo mjög að engu verður til jafnað. Þetta gerðist þrátt fyrir alla einkavinavæðinguna og stóru orðin um "frelsið einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu". Loki eignaðist Hel með Angurboðu en Davíð feðraði stuðning Íslands við Íraksstríðið með Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt nýlegri könnun er þessi stuðningur það atriði sem vekur hjá Íslendingum mesta skömm á þjóðerni sínu. Óvæntasta birtingarmynd Davíðs Oddssonar er að finna í Samfylkingunni. Samfylkingunni langaði nefilega að vera eins og Sjálfstæðisflokkurinn og hermdi eftir og tók upp alla ósiði þess spillta flokks. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð svar vinstri manna við Davíð Oddssyni. Skrýmslabarn sem Davíð eignaðist með bláeygum og öfundsjúkum vinstri mönnum.

Umræða Davíðstímans var öll annarleg og sjálf-ritskoðun blaðamanna og þeirra sem gagnrýni áttu að veita, þeim sjálfum til ævarandi skammar. Listamenn, heimspekingar, stjórnmálafræðingar og, ég leyfi mér að endurlífga dáið en nauðsynlegt hugtak, intelígensían, brugðust gersamlega. Davíð hafið komið á slíku ríkisapparati og styrkjakerfi í kringum menningu, listir og hugvísindi að enginn þorði að anda á hann af ótta við útskúfun og því að missa spón úr eigin aski. -Meðvirknin var algjör. Meir að segja biskup ríkiskirkjunnar eða aðrir trúarleiðtogar þögðu þunnu hljóði þegar Davíð kallaði fátækt fólk í biðröð mæðrastyrksnefndar, snýkjudýr.

Hallgrímur Helgason rithöfundur staðsetti af mikilli nákvæmni daginn þegar Ísland hætti að vera hallærislegt. Það var þegar Jakob á Horninu seldi fyrstu pizzuna. Ég fullyrði að hámark Davíðstímans var nákvæmlega þann 31.desember árið 2003 klukkan 21:10 þegar bíómyndin "Opinberun Hannesar" var sýnd i Ríkissjónvarpinu á undan áramótaskaupinu.

Hrafn Gunnlaugsson, besti menningarvinur Davíðs Oddssonar gerði bíómynd eftir sögu Davíðs Oddssonar. Sögu sem félagarnir í Vildarklúbbnum töldu svo merkilega að knýjandi væri fyrir þjóðina alla að berja augum. Ekki er tilviljun að besti tími ársins fyrir sjónvarpsgláp var valin sem vettvangur fyrir frumsýningu stórvirkisins. Engu var til sparað og öllu til tjaldað. Reyndar kom upp svolítið leiðindamál við fjármögnum myndarinnar því Þorfinnur Ómarsson í kvikmyndasjóði neitaði myndinni um styrk. Það hefði hann ekki átt að gera því hann var rekin með því sama og annar ráðinn sem var leiðitamari.

Þessi mynd er svo léleg að hún er eiginlega góð. Það var fussað. það var sveijað og það var ussum-fussað. Fólk sagði bara fokkit og reyndi að gleyma þessu. Ekki bætti úr skák að skaupið sem fylgdi á eftir var arfaslakt. Kannski vegna þess að upplifunin á Opinberun Hannesar var svo hroðaleg. Ekki er líklegt til vinsælda að koma inn með atriði á hæfileikakeppni, eftir að sverðgleypirinn hefur verið fluttur með sjúkrabíl á spítala með opið kviðsár, sundrað vélinda og rakvélablöð í barkakýlinu.

En það var svo daginn eftir að ekkert varð eins. Þjóðin hafði misst trúna á Davíð Oddsson. Þetta var of absurd. Fólk var ekki lengur hrætt. Nema einn maður, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins sem gaf myndinni 4 stjörnur.

  • "Gamli Matthildarandinn svífur yfir vötnunum í háðsádeilu á skriffinnsku, forsjá hins opinbera sem komin er í orwellskar heljargreipar ómennskrar tölvutækni sem vokir yfir öllum okkar gjörðum" ... "Hrafn dregur upp margar meinfyndnar skissur af þessu ótæti [opinberum starfsmönnum]".

Þetta var það eina jákvæða sem heyrðist um Opinberun Hannesar. Óttabljúgur þvættingur af norður-kóreanskri fyrirmynd. Fólk var búið að fá meira en nóg. Það varð viðsnúningur. Eftir þetta varð allt niðrávið fyrir Davíð Oddsson. Nokkuð sem kom á kolvitlausum tíma því í hönd fór sennilega erfiðasti slagur Davíðs á ferlinum. Fjölmiðlafrumvarpið. Þar brotnaði loks Davíð Oddsson. Fór á spítala en náði sér sem betur fer eftir snörp veikindi. Síðan var sem vindurinn færi úr seglum Davíðsskútunnar. Davíð hætti eftir 13 ára sem forsætisráðherra og réð sjálfan sig sem Seðlabankastjóra í hinn ofursjálfstæða Seðlabanka. Þessi sjálfs-ráðning var stundum rifjuð upp þegar Davíð gagnrýndi stjórnvöld S og V fyrir að reyna að bola sér í burtu. Hann notaði nefnilega þau rök að Seðlabankinn yrði að vera sjálfstæður. Nokkuð sem var ekki haft í huga þegar hann réð sjálfan sig í embættið.

Sem seðlabankastjóri og þar áður forsætisráðherra lagði Davíð línurnar fyrir efnahagshrunið. Fyrst með kerfisbundnu niðurrifi reglugerða sem varða fjármálamarkaðinn, veikingu eftirlitsstofnanna með ónýtum vildarklúbbsvinum og fyrirlitningu gagnvart ríkiskrekstri. Þetta virkaði í nokkur ár þar til bólan sprakk. Þegar á reyndi kom vel í ljós hve vanhæfur Davíð Oddsson var. Hann var aðhlátursefni kollega sinna í löndunum í kringum okkur og á fullu í stjórnmálum í stað þess að sinna seðlabankastjórastarfinu.

Ein eftirminnilegasta ljósmynd hrunsins er þegar seðlabankastjórinn Davíð er búin að fylla bílinn sinn af nokkrum ráðherrum sem vita ekkert í hvor fótinn þeir eiga að stíga. Geir Haarde forsætisráðherra eins og illa gerður hlutur í framsætinu og fjármálaráðherran sjálfur Árni Matthísen milli framsætanna að glenna sig frammí eins og strákur sem vill “setja á” barnaútvarpið. Augljóst er hver ræður á þessari mynd.

Já Davíð er enginn njóli. Engin fífukolla heldur. Hann er stærri en það. Erfiðari og torskildari Davíð hefur það fram yfir njólana í stjórnmálagarðinum að hann hefur hæfileika til að heilla fólk. Virðast traustur og maður orða sinna. Leiðtogi gæti einhver sagt. Karisma myndi annar segja.
Davíð Oddsson á sér marga og einarða fylgjendur. Þessi hópur hefur stundum verið kallaður Náhirðin til aðgreiningar frá Vildarklúbbi Sjálfstæðisflokksins. Við Hrunið strandaði stefnan. Ekki var í neitt skjól að vernda. Alsnakin stóð náhirðin og mátti þola háðs og hatursglósur frá þjóð sinni. Sumir héldu sig til hlés meðan aðrir fóru bara til útlanda í nám. Hugmyndafræðingur Davíðs Oddsonar og helsti bandamaður, er að því virðist komin í þagnarbindindi og stefnir á meistaratitil í greininni. Þögull sem Hólmsteinn

Rétt eins og í goðsögunum klúrðast hin illu áform trikksterana. Þeir afhjúpast og hljóta makleg málagjöld. Nú erum við að upplifa lokasennu Davíðs Oddssonar. Hún er í tveimur liðum eins og í Völuspá (tveir endar).

Saga Davíðs í hruninu er með eindæmum. Hann ætlaði að taka völdin af ríkisstjórninni og láta sjálfan sig stýra þjóðstjórn og eiga svipað entrance og DeGaulle Frakklands forseti gerði einu sinni þegar allt var komið í hnút –Grand old man þráin sem margir útjaskaðir stjórnmálamenn burðast með. Davíð ætlað líka að gera þetta. Koma inn sem reddarinn eftir endalaust fúsk eftirmanna sinna. Það klúðraðist með þvílíkum bravúr að engu verður til jafnað í sögu Evrópu. Björgunaraðgerðirnar breyttust í skemmdarverk.

Spilaborgin var svo veik að ómögulegt var að bjarga einu eða neinu. Rás atburðanna var ekki sú sem Davíð átti von á. Algert hrun og ærumissir, aðhlátur og fyrirlitining samborgara sinna. Ekkert skjól. Hvorki börkur né barr. Óeirðir, atvinnuleysi, manndrápsskuldir og meir að segja Vildarvinirnir farnir á hausinn.

Nú erum við að verða vitni að seinni endinum í Davíðs sögu Oddsonar. Náhirðin á mikið undir að vel takist með upprisuna, því að með Davið sem ritstjóra Moggans, er mögulegt að óþægilegu spurningunum verið alltaf sleppt. Að þær bara gleymist í látunum. Gísli Marteinn Baldursson hefur t.d aldrei verið krafinn um skýringar á því hverjir borguðu prófkjörið hans og Villa Vill þegar þeir slógust um oddvitasætið í Reykjavík. Prófkjör þessara tvegga munu hafa kostað á bilinu 40-60 miljónir á á núvirði. -Peningarnir komu ekki úr þeirra eigin vasa bara svo það sé á hreinu.

Ég held að upprisa Davíðs verði stutt. Ég held að hann flýi ekki fótsporin sín í þessu máli. Alveg sama hvað hann galar og æpir. Ég held líka að með ráðningu Davíðs Oddsonar í ritstjórnarstöðu Moggans afhjúpist slæm staða blaðsins. Þetta er algert örþrifaráð. Mér skilst að margir hafi sagt upp áskrift að Mogganum þegar Davið var ráðinn ritstjóri, en svo er mér líka sagt að margir hafi gerst áskrifendur við fréttirinar. Þetta gerir Tricksterinn best. Skapar úlfúð, elur á sundrungu og þyrlar upp mold. Eitthvað sem Íslendingar þurfa ekki á að halda nú um stundir.

Ég vona að eftir að moldviðrinu lýkur í kringum Davið Oddsson rísi upp úr ægi nýtt land. Iðagrænt og laust við Moggann. Hrafnar munu hoppa á Hádegismóum. Flugnasuð, njólar og fífur.

þriðjudagur, 22. september 2009

Nýtingarréttur Hönnu Birnu og félaga.

Það kom upp mjög merkilegt mál um daginn. Salan á hlut OR í HS orku til Magma. Það er ekki merkilegt vegna þess að það var umdeilt, ekki merkilegt vegna þess að það var lagalega á gráðu svæði. Það var merkilegt vegna þess að sem átti sér stað í þessum viðskiptum var ekki "sala" heldur var greitt fyrir "nýtingarrétt". Hanna Birna borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins klifaði í sífellu í á þessum punkti eins og ekkert væri sjálfsagðara og enginn fjölmiðill tók eftir stórfréttinni sem átti sér stað þarna í ráðhúsi Reykjavíkur. Ekki sala, heldur nýtingarréttur.

- Kveikir einhver á perunni?

þetta orð nýtingarréttur er hornsteinninn í hinu óréttláta kvótakerfi sem Sjálfstæðismenn, studdir dyggilega af útgerðinni settu á árið 1984. Kerfi sem hefur klofið þjóðina í herðar niður. Ég er svo illa úr garði gerður að ég skil ekki einu sinni þetta orð. Ég skil hugtök á borð við kaup, leigu og sölu en mér er fyrirmunað að sjá munin á "nýtingarrétt" og leigu. Ég sé ekki muninn á nýtingarrétt sem gengur í erfðir og eign. Sér í lagi ef þessi nýtingaréttur er undanskiptur tímaramma. Ekki eign heldur nýtingarréttur til eilífðar segja Sjálfstæðismenn keikir.

-Sömu trikkin, sama orðræðan, sami undirbúningur.

Stórfréttin í sem átti sér stað í Ráðhúsinu undir fyrirlitingarsvip borgarstjóra er fólgin í því að sömu trikkin sem færðu nokkrum fjölskyldum "nýtingarréttinn" af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, eru notuð í til þess að afhenda einhvernum öðrum fjölskyldum "nýtingarréttinn" af hinni auðlind þjóðarinnar. -Jarðorkunni. -Fallvötnunum. Rafmagninu sem við eigum meira af en aðrar þjóðir. Allt fjas um nýtingarrétt er bara lögfræði-þvaður til þess að rugla umræðuna.

-Vatnsrennibraut í Hellulandi 2

Sem dæmi um hve asnlalegt þetta hugtak um nýtingarrétt er, má taka dæmi úr Hellulandinu í Fossvogi, en þar býr einmitt Hanna Birna borgarstjóri. Ímyndum okkur að fólkið við hiðina á Hönnu Birnu tæki upp á því að reisa vatnsrennibraut í sameigilegum garði sem umlykur raðhúsalengjuna hennar Hönnu. Hanna myndi sennilega rjúka út við sjónina af vatnsrennibrautinni og svífa á nágrannann með vandlætingarsvið sem gæti drepið býflugnabú. "Hvað er hér á seyði" myndi borgarstjóri segja. Nágranninn horfir í forundran á Hönnu, augljóslega í smá uppnámi vegna framhleypni Hönnu, og segir "Ha? Þetta? -þetta er vatnsrennibraut". - "Já fokkíng vatnsrennibraut í garðinum okkar! Hvað á þetta að þýða"! æpir borgarstjórinn og öll skordýr, maðkar, lindýr, pöddur og flugur drepast í einum vetvangi i uþb 50 metra radíus frá höfði borgarstjóra. Fuglar hætta að syngja.

-Lítill drengur fær blóðnasir alveg upp úr þurru. - Þögnin ríkir -

Hanna æpir aftur. "Við eigum þetta saman! Hvernig getur þú gert svona lagað"? Nágranninn svarar. "Þetta er ekkert merkilegt. Ég lét Gissa bróðir fá nýtingarréttinn af lóðinni. Við notum þetta hvort sem er ekki mikið. -Hann er í mjög góðum málum eftir að hann losnaði úr meðferðinni. Ég seldi honum ekki neitt. hann "á" þetta ekkert, við eigum þessa lóð svo að það sé alveg á hreinu Hanna mín. Við eigum þessa lóð ekki gleyma því.

-Nýtingarrétturinn er Magmaður.

Með þessu Magna-dæmi var verið að selja....uh..afsakið nei. ekki selja. Ég byrja aftur.
Með þessu Magma-dæmi var verið að leigja... uh.... afsakið nei. ekki leigja....
Með þessu Magma-dæmi varð verið afhenda nýtingarréttinn af ....

Þetta er svo mikið jargon að mig sundlar. Hvað varðar þetta Magma fyrirtæki þá færð það "nýtingarréttinn" af orkunni til eitthvað 100 ára. Ég verð dauður úr elli þegar þessi samningur loks rennur út og pottþétt að ný tækni verður komin til sögunnar í orkuöflun mannkynsins. Þessi samningur er því gott sem eign Magma. Magma getur líka selt þennan hlut eins og Magma lystir. Þessi samningur er SALA. Alveg eins og þegar fiskikvóti er SELDUR. Svo gerist svolítið óvænt -eða hitt þó heldur. Þegar Magma selur þennan hlut(sem gerist pottþétt fyrr en síðar) þá afhjúpast hópurinn sem stóð að baki samningunum milli OR og Magma. Hinir rauverulegu kaupendur. Spennandi að sjá hverjir það eru. Wild guess að það fari um völl Usual Supspects Sjálfstæðis og Framsóknar. Ég veðja á að Finnur Ingólfsson fari brosandi í bankann eins og venjulega.

Ég held að hugtökum á borð við "nýtingarrétt" sé beitt kerfisbundið til þess að blekkja almenning. Þessi aðferð er rosalega árangursrík og í versta falli fyrir hugtakasmiðina, þá verður rifist svo mikið um hugtakið, eða inntakið, að á meðan er hægt að fara sínu fram. Kvótakerfið er náttúrulega frábært dæmi um ofantalið. það er búið að rífast um það í 25 ár og það sér ekkert fyrir endan á því. Allan þann tíma hafa kvótaeigendur farið sínu fram og með þvílíkum hætti að kvótinn er nú kominn í eigu bankanna, sem eru í eigu allksonar fyrirtækja í hinni hræðilegu Evrópu. Sjaldan launar kálfurinn ofeldinu.

Var þetta meiningin mér er spurn? Var meiningin virkilega að kvótaeigendur gætu veðsett nýtingarréttinn af sameign þjóðarinannar og farið á fyllerí í þyrlu, með vildil í kjaftinum og sett allt á annan endan í samfélagnu? Mun Magma ekki bara gera það sama? Fara í bankann og veðsetja draslið upp í topp? Fara svo á fyllerí með Þyrlu Manga. Hann þekkir alla bestu staðina.

Núna á að breikka hugmyndina um fiskveiðikvótakerfið. það á að færa þetta konsept yfir á orkuna sem í iðrum landsins býr. Þessi knýjandi þörf Sjálfstæðisflokksins um að selja orkuna sem Reykvíkingar treysta þeim fyrir, varðveita og reka. Þeir reyndu með REI- málið að selja Jóni Ásgeiri og Hannesi Smára fyrirtækið með svipaðri lagaþvælu. Muniði hvað þetta var góður díll? Hann var svo góður að meir að segja Össur Skarp mærði þennan gerning í hvívetna.

Muniði frasana? "Nýta kraftinn sem býr í Íslendingum" og "Nýta þá gríðarlegu þekkingu sem er innan OR" og "Alþjóðasamfélagið býður eftir okkur í biðröð" og ég veit ekki hvað og hvað.

En þeir fengu þetta í gegn blessaðir Sjálfstæðismennirnir. Vonandi sofa þeir betur á næturnar fyrir vikið. Þeir ættu amk ekki að hafa áhyggjur af næsta prófkjöri því ljóst er hvert Hanna Birna og félagar leita til þess að safna fé til þess arna. Dæmin hafa sýnt það og sannað að Sjálfstæðisflokknum er ekkert heilagt þegar kemur að fjármögnun á eigin frama innan hins opinbera kerfis. Kosningaslagur Gísla Marteins og Villa Vill mun hafa kostað á (fyrir gengishrun) milli 50 og 70 miljónir. -Þessir peningar komu ekki frá þeim sjálfum og aldrei hefur verið gerð grein fyrir þvi hvaðan þeir komu. Einkamál hvers og eins segja þeir algerlega samhljóma.

Eins og ég skil ekki hugtakið "nýtinarréttur" þá skil ég heldur ekki hversvegna OR, eign okkar Reykvíkinga þurfi að vera eitthvað rosalegt gróðafyrirtæki? Því þarf það að vaxa eins og um væri að ræða einkafyrirtæki? Hví þarf að OR að vera með arðsemiskröfu sem líkist arðsemiskröfum fyrirtækja í samkeppni á markaði. Hvað með að sjá í gegnum þvæluna og spyrja sig bara beint út. Er ég ágægð/ur með þjónustuna frá OR? þarf hún að breytast eitthvað? (trauðla. heita vatnið er jú alltaf heitt) Hví má ekki lækka orkuverð til neytandanna / eigendanna? Hví má ekki reka OR á núlli ef svo má að orði komast? Hafa einhvern sæmilegan afgang á hverju ári, borga starfsfólkinu vel, hafa aðbúnað góðan og veita góða þjónustu nú sem endranær? Hví þarf að blanda öllu mögulegu saman við OR? Á ekki OR rækuverksmiðju einhversstaðar? Á OR ekki símafyrirtæki?

Ég veit að það er blautur draumur allra Sjálfstæðismanna að koma í hendurnar (ekki selja sjáiði til), koma í hendurnar á einhverjum vinum sínum allri opinberri þjónustu. þannig er jú draumasamfélagið í Valhöll. -Hugsið ykkur ágætu lesendur. hugtakið "sameign" er álíka fjarri Sjálfstæðismönnum og hugtakið "nýtingarréttur" er fyrir mér. Hugmyndin að þrír nágrannar deili einhverjum bílskúr er þeim ofviða og jafnvel ógeðfeld. Ha? Græðir einginn? Er þetta fé án hirðis? Væri ekki best að selja bílskúrinn og svo leigja eigendurnir hann aftur af nýja leigjandanaum? þá skapast veðrými hjá nýja eigandanum sem hann getur notað til að kaupa fleiri bílskúra. Peningarnir fara þá í svona hring. -Mjög sniðugt.

Uppskera þessa kerfis ætti að vera öllum ljós. Eftir 18 ára samfelda stjórnarsetu er uppskeran ljós. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á dögunum í bloggfærslu að hann skammaðsti sín ekkert fyrir að vera Sjálfstæðismaður. -Hann ætti nú samt að gera það og myndi gera það ef hann hefði sómatilfinningu.

En rétt eins og neð hugmyndina um giftan piparsvein er hugmyndin um Sjálfstæðismann með sómatilfinningu þversögn. Ef að sjálfstæðismaður væri með sómatilfinningu þá finndi hann pólitiskum vonum sínum og þrám annan farveg en með Sjálfstæðisflokknum.

mánudagur, 21. september 2009

Stefnan klikkaði - Fólkið ekki.

Stundum er sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Þetta er frekar tyrfið konsept en ég held að meiningin með þessum frasa er sú að stjórnmál séu listin að framkvæma hugmyndir sínar. Stjórnmálamenn vinna s.s við það að koma í framkvæmd hugmyndum sínum um hvernig samfélagið eigi að vera.

Er nokkur ósammála þessari greiningu?

Vinstri menn skv. alhæfingunni, eru þeir sem vilja umsvifamikið ríkisvald, flóknar reglur og háa skatta. hægri menn eru skv. alhæfingunni á hinum ásnum og aðhyllast hugmyndir um umsvifalítið ríkisvald, einfaldar reglur og lága skatta. Þetta er svona klassíska skýringin á vinstri og hægri. Skýring sem er gagnleg upp að vissu leiti. Amk miðað við dæmið sem ég ætla notast við.

S.l 18 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft töglin og haldirnar í íslensku samfélagi. Þetta tímabil er að langmestu leyti Davíðstíminn svokallaði sem einkenndist af fáheyrðri stjórnsýslu, svo yfirgengilegri að undrum sætir. Eftir Davíð, tók svo við Haarde sjálfur sem mun ugglaust vera minnst í sögubókum framtíðarinnar sem lélegasti forsætisráðherra lýðveldissögunnar. Maðurinn sem gerði ekki neitt. Maðurinn sem skellti skollaeyrunum. Maðurinn sem tók sperrtur við "frelsis"kyndlinum úr lófa Davíðs og mútum frá Landsbankanum og FL Group. -Maðurinn sem segist að ekkert sé sér að kenna. -Flekklausi maðurinn. -Fórnarlamb aðstæðnanna.

Það var beinlínis grátlegt að horfa á Haarde í norska sjónvarpinu á dögunum þar sem hann fullum fetum sagðist ekki bera neina ábyrgð á því hvernig fór með efnahag landsins. -Nei! -Ekki benda á mig. -Þetta var bönkunum að kenna. -Fjárglæframönnum og burgessum hverskonar. Þú veist, -Bör Börson. (hlátur)

Þá kem ég að kjarnanum. Hver skapaði leikreglurnar fyrir fjárglæframennina ef ekki Sjálfstæðisflokkurinn? Ætlar Haarde að neita að bera ábyrgð á því? Haarde með hreinu samviskuna sína á ugglaust í engum vandræðum með að svara því.

-Ekki mér að kenna segir Geir drjúgur með sjálfan sig eins og strákur sem telur sig hafa fjarvistarsönnun í e-u rúðubrotsmáli.

Ef svo er þá vaknar upp spurning. Hverjir voru við stjórn landsins s.l 18 ár? Sjálfstæðisflokkurinn ekki satt? Hvaða stefnu hafði flokkurinn leiðarljósi þennan tíma? Var það ekki Sjálfstæðisstefnan? Og gengur Sjálfstæðisstefnan ekki ákkúrat út á umsvifalítð ríkisvald, einfaldar reglur og lága skatta? - Já og þetta "frelsi einstaklingsins" sem veifað er á tillidögum.

Ef að svar Geirs Haardes er rétt, og að hrunið er einhverjum bankagaurum að kenna, þá er um leið viðurkennt að hér hafi verið rekin ónýt peningastefna. Stefnan var nefnilega, og takiði nú ferlega vel eftir ágætu lesendur......Stefnan var að ríkið eigi að skipta sér sem minnst af fjármálastofnunum samfélagsins. Að peningafólki sé best treyst fyrir því að setja sjálfu sér reglur. Þetta ágætu lesendur er kjarni málsins. Stefnan klikkaði, -Ekki fólkið!

-Fólkið klikkaði ekki vitundarögn. Það útfærði stefnuna af mestu kostgæfni.

Yfirbót landsfundar Sjálfstæðsflokksins um að fólkið hafi klikkað en ekki stefnan, er rugl. Þessi fullyrðing er alveg á röngunni, eins og sokkur úr í horni. Reyndar er allt á röngunni í Sjálfstæðisflokknum í dag. Ég hef fylgst með stjórnmálum í a.m.k 25 ár og hef aldrei orðið vitni að öðru eins svínaríi eins og afhjúpast nú með Sjálfstæðisflokkinn. Ljóst er að í innstu myrkrum Mordor er verið að smíða söguskýringu fyrir Íslendinga framtíðarinnar.

Fyrstum var hleypt á foraðið Tryggva Þór Herbertssyni sem glaðhlakkaralega velti vöngum yfir því hvernig ríkisstjórninni tækist að spara 150 milljarða vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins s.l 18 ár. -Voða fyndið. Tryggvi þessi er reyndar kynlegur kvistur því í umræðum sem spunnust í kringum bloggfærslu mína sagðist hann aldrei hafa fengið kúlulán. Ég breytti því bloggfærslu minni í kjölfarið því ég taldi mig hafa misminnt eða þvíumlíkt. Seinna um kvöldið kom svo í ljós að Tryggvi fékk kúlulán af stærri sortinni og var því uppvís af lygum. En svona er nú mannfólkið kennilegt. Við suma er jú gagnlaust að amast.

Næstur fór af stað sennilega alræmdasti spillingarpési Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson sem fór mikinn í grein um þar sem hann kenndi ríkisstjórinni um Icesave. Að ríkisstjórnin hafi ætlað að steypa þjóðinni í glötun vegna vankunnáttu og flumbruháttar. Rétt kann að vera að núverandi ríkisstjórn hefur komið afskaplega illa fram í Icesave-málinu en hinu má ekki gleyma. Afsakið..... Hinum ekki gleyma. Það er óleyfilegt! .....Því má ekki gleyma að Icesave er óskilgetið barn Landsbankans og Sjálfstæðisflokks. Kjartan Gunnarson framkvæmdastjórari Sjálfstæðflokksins þávendi, var nefnilega líka stjórnarformaður Landsbankans og veit því sennilega manna best hvað áhættu bankinn tók með því að stofna þessa reikninga. Þræðir Landsbankans og Sjálfstæðisflokksins og Icesave eru ofnir saman eins og taumar í kaðli. Hinsvegar er heppilegt ef svo má að orði komast fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Icesave-málið hafi dotti í kjöltuna á þeim því með því í fyrsta lagi vita þeir ALLT um hvernig þetta mál snýr (enda höfuðpaurar málsins) og svo í öðru lagi þá "hafa þeir orðið" meðan þeir básuna um að Icesave sé Steingrími J og enhverju vondu fólki í útlöndum að kenna og hindra þannig alla umræðu um hrikalega vanrækslu Sjálfstæðisflokksins á þessu 18 ára tímabili. Hrikaleg vanræksla er reyndar vitlaust samhengi. Rétta samhengið er skipuleg vanræksla. Stefnan var nefnililega að allt eftirlit væri hindrandi fyrir einkaframtakið. Spyrjið bara Guðlaug Þór ef þið eruð í e-m vafa. Ekki er ólíklegt að hann hrökkvi í gírinn og básúni fræðin um hið ógeðfelda ríkisvald og hið fagra einstaklingsframtak sem ríkið er alltaf að reyna að drepa.

-Stefnan sjáiði til!


Já Guðlaugur Þór var fengin til að verja hrunið, varpa á það annarlegu ljósi og reyna að breyta sögunni. Guðlaugur Þór, hvers besti vinur er Sigurjón Árnason bankastjóri Lansbankans og hugmyndafræðingur Icesave.... Maðurinn sem mútaði Guðlaugi Þór og Sjálfstæðisfloknum öllum með 30 miljóna króna framlagi eins og kunnugt er. -Guðlaugur tók reyndar líka við mútum frá FL Group en það er þessu önnur saga.

Sjáið þið ekki tengslin? Lansbankinn/Icesave/Sjálfstæðisflokkurinn... Ástæðan fyrir því að Landsbankinn var ekki með sama kerfi á og t.d Kaupþing varðandi dótturfélög (skráð í útlöndum) var m.a sú að þá væri ekki hægt að fjármagna bankann á Íslandi með sparifé Breta og Hollendinga. Tengsl Landsbankans inní Sjálfstæðisflokkinn voru s.s grunnforsenda fyrir rekstri bankans á síðustu mánuðunum fyrir hrun eða allt frá því að lánalínur lokuðust.

Sá þriðji sem var settur út til þess að endurskrifa sögunna að hætti Valhallar, var Þórlindur Kjartanson. Við lestur varnargreina Tryggva Þórs og Guðlaugs Þórs þá varð ég bara pirraður. En þegar ég las Sandkorn DV þess efnis að Þórlindur Kjartansson hafi farið mikinn í útvarpsþættinum Sprengisandur um að "nú ætti að velta þungum bagga á litla þjóð", þá setti mig hljóðan. Konan mín spurði mig hvort ég hefði fengið sandkorn í augað. já ég fékk sandkorn í augað. -Svei mér þá. Þórlindur Kjartansson. Ef að Sigurjón Árnason er sökudólgur númer eitt í Icesavehneykslinu þá er Þórlindur þétt á eftir númer tvö. Heilinn bak við Icesave, executive assistant.

-Execution Iceland í boði Sjálfstæðisbankans.

Þetta eru s.s gaurarnir sem sendir eru af stað úr myrkustu afkimum Valhallar til þess að endurskrifa söguna. Þrír syndaselir sem reyna að birtast í hami sakleysingjana frá Kasmír. Sveipaðir hvítum serkjum og baðaðir töfraljóma. Þeim fylgir ljúfur ómur af pípublæstri og lykt af myrru.

Þetta dæmi er einhvernvegin á röngunni. það er allt rangt við þetta. Annar eins ósómi er vandfundinn í íslenskri stjórmálasögu, já og sögu ritaðs máls ef út í það er farið. Ég hef stundum sagt að Sjálfstæðismaður með sómatilfinningu sé ekki til. Að hugmyndin um slíkan einstakling sé þversögn rétt eins og hugmyndin um giftan piparsvein.

.....því ef hann væri til, þá myndi hann finna stórnmálaskoðunum sínum annan farveg.

Þannig er það nú bara.

Tryggvi Þór Herbersson
á ekki að ljúga til um að hann hafi aldrei fengið kúlulán. Guðlaugur Þór á ekki að vera í stjórnmálum enda er hann mútuþegi og þessi Þórlindur Kjartansson á af prinsippástæðum að enda sinn pólitíska ferlil hið snarasta því bara hugmyndin um að topp executive í Icesave, sé rísandi stjórnmálamaður, er skelfileg.

Það er mér alger ráðgáta að Sjálfstæðismenn hafi geð í sér að hafa mann með slíkan ferli í kringum síg. Þetta er álíka og að fyrrverandi fangavörður í Treblinka væri áberandi í þýsku stjórnmálalífi. Nú er ég ekki að líkja Þórlindi við nasista, heldur aðeins að taka dæmi um svipaða stöðu þessa ímyndaða fangavarðar og hins myndaða Þórlindar.

Í síðustu viku var viðtal í Silfri Egils við ameríska konu, Ann Ulanov sem er prófessor í geðlæknis og trúarbragðafræði. Þessi Ann hefur skrifað mikið um áföll þjóða og samfélaga. Orð hennar snertu mig djúpt og ég hvet alla Sjálfstæðismenn, og sérstaklega þessa sendiboða ósvífninnar Tryggva, Guðlaug og Þórlind, að ljá henni eyra. Hún segir m.a um svik (þegar stjórnvöld bregðast skyldu sinni)

-You fell wounded, you feel that someone has damage you, not for a moment but for a time to come.

-So one must acknowledge it.

-The Goverment has to
acknowledge that there citizens feel betrayed, let down, dissapointed, hurt.

-Without that i'ts wery hard to get a starting point to build again.


Þetta þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Biðjast afsökunnar á því hvernig fór. Biðjast afsökunar á stefnunni sem fylgt var eftir í blindni. Stefnu sem reyndist stórhættuleg. Biðjast afsökunnar á spillingunni sem þrífst í flokknum, biðjast afsökunnar á valdníðslunni. Biðjast afsökunnar á að hafa lagt niður Þjóðhagsstofnum. Biðjast afsökunnar á Írak. Biðjast afsökunnar á flokksvæðingu stórnkrefisins og dómstólanna. Biðjast afsökunnar á orðum Davíðs Oddsonar sem gaf í skyn að fólk í biðröðum eftir mat væru snýkjudýr. Biðjast afsökunnar á því að flokkunum var mútað. En umfram allt.

..........Allsendis og eingöngu...


Biðjast afsökunnar.

sunnudagur, 20. september 2009

Svindlað á svindlaranum

Þessi síða hérna er vel þess virði að lesa hana. Þar greinir frá Nígeríu-svindlara sem er tekin í bakaríið af einhverjum Breta. Sá dobblar Nígeríu-svindlarann til þess að tálga allskonar drasl handa sér og senda fyrir stórfé til Bretlands.

Alveg kostulegt.

laugardagur, 19. september 2009

Vantrú aðstoðar 936 manns.

Nú er trúfélaga-leiðréttinga-átak Vantrúar á góðu svingi. Í vikunni sem leið bættust rúmlega 50 manns í þann fróma hóp sem tekur afstöðu varðandi trúfélagaaðild sína og breytir eftir sannfæringu sinni, en lætur ekki liggja milli hluta.

Þeir sem skrá sig utan trúflélags eru í rauninni bastarðar. sóknargjaldið þeirra rennur beint í ríkissjóð og stoppar þar afleiðandi hvergi eins og sóknargjald þeirra sem skráðir eru í eitthvað trúfélag. Einu sinni rann sóknargjald trúlausra til Háskóla Íslands (einhverra hluta vegna) en það er búið að breyta því og nú rennur það beint í ríkissjóð aftur. Ég skrifaði einusinni grein á Vantrúnna góðu um þetta mál.

þetta er um 10 þúsund kall á ári en 13.000 kall á ári ef að viðkomandi er í ríkiskirkjunni.

Já þið lásuð rétt. Sá sem er skráður í ríkiskirjuna fær meiri pening frá ríkinu en sá sem er skráður í eitthvað annað trúfélag. Sá sem er skráðu utan trúflélaga þarf að borga eins og hinir, en fær ekki neitt til baka. -Mjög réttlátt eða hitt þó heldur. Núverandi kerfi er ekkert annað en sérstakur skattur á þá sem ekki trúa á yfirnáttúrlega veru í himninum!

Þetta er álíka og að einhver rugl lög væri í landinu sem kvæðu á að allir þyrftu að tilheyra e-u íþróttafélagi (enda er hreyfing holl og góð, félagskapurinn ágætur og osfr) Þetta væri kallað "íþróttagjald" og legðist á alla þegna samfélagsins. Svo kemur upp hópur sérvitringa sem heldur fram alveg fáheyrðum skoðunum. Segir bara eins og ekkert væri sjálfsagðara.
"Ég held ekki með neinu liði. -Mér leiðast íþróttir - Ég vil ekki borga íþróttagjaldið"

Hvernig bregst ríkisvaldið við þessari kröfu? Jú svona: Þú átt samt að borga íþróttagjaldið :)

Nú hugsa ugglaust margir. Hversvegna stofa trúleysingjar ekki bara sjálf trúfélag og fá þannig aftur sóknargjaldið. Einhverskonar paródíu trúfélag sem hefur það eina markmið að útdeila til baka sóknargjaldi viðkomandi "sóknarbarns". Nei. það er búið að sjá fyrir þessu og margir hafa ugglaust prufað að stofna trúfélag í þessum tilgangi. Skilyrðin fyrir því að félag fái trúfélagaskráingu (og fær þ.a.l sóknargjald frá meðlimum sínum) eru allskonar og eitt þeirra er að "tilbeiðsla" verður að hafa átt sér stað í ákveðin tíma og svo VERÐUR að vera einhver yfirnáttura sem tilbeiðslan beinist að. Strangt er kveðið á um að trúleysingjafélög geti ekki fengið skráiningu sem trúflélag, þrátt fyrir að margir prestar haldið því statt og stöðugt fram að trúleysi sé trúarbrögð en það er önnur saga.

Ég hvet ykkur lesendur góðir að kynna ykkur trúfélagaskráningu ykkar, lesið yfir kostina, gallana og myndið ykkur sjálfstæða skoðnun á málefninu. Þetta er ekki flókið. Hlaðið niður þessu blaði, prentið það út og sendið í pósti til Hagstofunnar. Heimilisfangið er

Hagstofa Íslands
Borgartúni 24
105
Reykjavík.

föstudagur, 18. september 2009

Hverjir fá peningana?

Þegar Borgarahreyfingin fékk 4 þingmenn og allir voru tiltölulega sáttir, var mikið talað um að nú yrði allt svo gott því að skv. lögum þá fengi Borgarahreyfingin e-a peninga frá ríkinu til að reka sig.

Spurt er:

Hver fær þessa peninga í dag? Borgarahreyfingin stendur eftir þingmannalaus og þingmennirnir fylkjast í tvær kvíslar. "Peoples Front of Judea", "Judean Peoples Front" og Þráinn Bertelson ("Popular Front of Judea") .

Fá þau í Judean Peoples Front e-a peninga fyrir eða fær Peoples Front of Judea peningana. Og hvað verður um Þráinn í Popular Front of Judea

Monty Python er alveg með þetta. Þránni bregður meir að segja fyrir í þessu skoti
(1.13 mín)

1.632.519 manneskjur -

Hafa séð myndbrotið þegar Svarthöfði sjálfur smyglaði sjálfum sér inn í kirkjuþing fyrir rúmu ári síðan. Þetta hérna.Mér segir svo hugur að Svarthöfði verði í háskólanum á eftir því trúleysingjafélagið Vantrú er með í gangi mikið trúflélaga-leiðréttingar-átak eins og kemur fram i nýlegri fréttatilkynningu.

Trúfélagsleiðrétting: Sjálfboðaliðar óskast

Það hefur víst ekki farið framhjá aðdáendum og hatursmönnum Vantrúar, að undanfarin ár höfum við háð trúfélagsleiðréttingaherferð og leiðrétt trúfélagsskráningu hundruða Íslendinga. Nú höfum við ákveðið að setja í þyngri gír, alla vega um stundarsakir. Í þessari viku höfum við aðstoðað nokkra tugi manns í Háskóla Íslands með þjónustu okkar. Á morgun, föstudag 18. september, verður fjórði dagurinn okkar þar í röð. Þá verðum við með bás á Háskólatorgi frá klukkan 11:30 til 13:30.

Ég vona að sjálfsögðu að sem flestir kynni sér þessi mál og leiðrétti trúflegaskráningu sína eftir sinni bestu sannfæringu. það er s.s hægt í dag milli 11:30 og 13:30.


Jú og Svarthöfði mætir.Við höfum misst af einhverju.

Ég sá áðan á moggavefnum að búða-þjófnaður færist í aukanna og að steliþjófar sleppi í mörgum tilfellum við ákæru vegna þess að löggan er svo mannfá.

-Eitthvað svoleiðis.

Ennfremur kom í ljós að margar búðir eiga heilu klukkutímana af vídeóefni þar sem hnuplararnir eru festir á filmu en að samkvæmt einhverjum vitleysingalögum er búðareigendum BANNAÐ að sýna þegar stolið er úr búðunum þeirra nema með því að blörra yfir andlit þjófanna!!

-Heyrðu mig nú!

Réttur þjófanna við að stela, er meiri en réttur búðanna til að verja sig. Hveruju höfum við eiginlega gleymt i þessu tilfelli? Er "allir eiga að fá tækifæri að bæta sig" áráttan orðn svo skær að hún blindar okkur sýn?

Réttur einstaklingsins fyrir friðhelgi er þarna merkari en réttur allra annara í samfélaginu við að búa í almennilegu samfélagi. Enn eitt dæmi um skaðsemi einstaklingshyggjunnar. Alltaf skal samfélagið sett á neðstu skör.

Við það að einn einstaklingur hnupli úr búð, hækkar það vöruverð fyrir alla hina einstaklingana sem versla í þessari búð. Þjófnaður verður líka smámsaman einhvernvegin samþykktur af heildinni sem eitthvað ómerkilegt frávik. Siðleysi eykst og vargöld gengur í garð.

Nú þarf bara einhvern hugaðann verslunarstóra til að dúndra öllu þessu steliþjófa-efni beint á netið og taka afstöðu með fólkinu -en ekki með einstaklingnum. Skítt með heimskuleg lög. Munum hvað landsfeðurnir sögu. "Með lögum skal land byggja - og ólögum eyða"

Ég er viss um að ef að þjófar vissu að allt myndefni þar sem fólk er að stela, sé sett á netið, þá myndu þeir steinhætta að stela. Fegurðin við þessa internet-aðferð er að ekki þarf að góma þjófinn á staðnum, heldur er hægt að góma hann þegar farið er yfir daginn í eftirlitsmyndavélunum. Ávinningurinn er stórminnkað hnupl, lægra vöruverð og betra samfélag.

fimmtudagur, 17. september 2009

þeir sem hafa gaman að þvi að hlaupa.

Ættu að ná sér í þetta lag:Electro + smá rapp + smá break + smá old school. -Alveg að gera sig.

miðvikudagur, 16. september 2009

Það verður að stoppa þessa konu!!!


Kolbrún Aðalsteinsdóttir er fyrir íslenska hönnun það sama og Davíð Oddson var fyrir íslenskt efnahagslíf.

Það verður að stoppa þessa konu með öllum ráðum tiltækum.

Hún er gereyðingarvopn. Sjá hér.
Kolbrún reynir að láta handtaka
Karelle Levy frá Miami

Snorri Sturluson um Svíþjóð.

Ég kíkti að gamni í Heimskringlu um daginn og sá mér til ánægju að Snorri fer fögrum orðum um Svíþjóð. Landið sem ég bý í og hefur reynst mér svo vel. Hann segir:

Kringla heimsins, sú er mannfólkit byggir, er mjök vágskorin; ganga höf stór or útsjánum inn í jörðina. Er þat kunnigt, at haf gengr frá Nörvasundum ok alt út til Jórsalalands. Af hafinu gengr langr hafsbotn til landnorðrs, er heitir Svartahaf; þat skilr heimsþriðjungana: heitir fyrir austan Asía, en fyrir vestan kalla sumir Európa, en sumir Enea.

En norðan at Svartahafi gengr Svíþjóð hin mikla eða hin kalda; Svíþjóð hina miklu kalla sumir menn eigi minni en Serkland hit mikla, sumir jafna henni við Bláland hit mikla. Hinn nörðri hlutr Svíþjóðar liggr úbygðr af frosti ok kulda, svá sem hinn syðri hlutr Blálands er auðr af sólar bruna. Í Svíþjóð eru stórheruð mörg, þar eru ok margskonar þjóðir ok margar tungr: þar eru risar ok þar eru dvergar, þar eru ok blámenn, ok þar eru margskonar undarligar þjóðir, þar eru ok dýr ok drekar furðuliga stórir.

Or norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru bygð alla, fellr á um Svíþjóð, sú er at réttu heitir Tanais; hon var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hon kemr til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallat Vanaland eða Vanaheimr. Sú á skilr heimsþriðjungana: heitir fyrir austan Asía, en fyrir vestan Európa.

-Svolítið gaman að þessu.

Tjón Ásgeir, síþrotamaður.Tjón Ásgeir, síþrotamaður ætti með réttu að útilokast frá hverskyns viðskiptum á Íslandi i framtíðinni. Hann skilur eftir sig brunninn akur enda maður með einbeittan þrotavilja. Snúningar Tjóns Ásgeirs með nöfnin á fyrirtækjum sínum eru ekki til þess að auka vegsemd hans. Þetta er rugl og árás á heilbrigða skynsemi.

Hverju breytir það með fyrirtækið Blablabla ehf að það heiti allt í einu 123bla? Hvaða myrkraverk liggja þarna bakvið?


Er þetta trausvekjandi?


Er þetta til að auka traustið til Tjóns og fyrirtækjasúpunnar hans?
Nei! Þetta er ótraustvekjandi

þriðjudagur, 15. september 2009

Ég verði í sjónvarpinu í kvöld

Nú er komið að því. Fíflaskapur minn og fáráðlingsháttur mun sjónvarpast í íslenska ríkissjónvarpinu í kvöld klukkan 20:55.

Ég hef verið kynnir á Skjaldborgarhátíðinni undanfarin 3 ár og fengið athyglisþrá minni einhverja útrás með hálfgerðum fíflaskap og kjánalátum í bland við einlægan áhuga minn á íslenskri heimildamyndagerð.

Í sumar var s.s gerð heimildamynd um heimildamyndahátiðina Skjaldborg. Og ég er í þessari mynd.

Úff hvað ég er stressaður að ekkert ósæmilegt komi fram, þó grunar mig sterklega að fíflaskapur minn muni loksins koma mér um koll. Ég er samt spenntur að sjá þessa mynd. Ási og Herbert eiga heiður skilinn að hafa gert heimildamynd um heimildamyndahátíð.

Hérna er treilerinn:

mánudagur, 14. september 2009

Hugmynd - Nýsköpun !!!

Mig dreplangar í sængurver með þessar mynd. Risa stór mynd og koddi í stíl. Ég er viss um að mig myndi alltaf dreyma einhverja kostulega steypu :)

miðvikudagur, 9. september 2009

Óábyrg meðferð fjármuna......

Nýjustu fréttir vekja upp ótal spurningar. Bjarni Ármannson skuldar 800 millur en vill ekki borga og beitir fyrir sig þeim rökum að

"[A]ð það væri óábyrg meðferð á fé að greiða skuldina við Glitni til baka".

Þess má geta að Bjarni á örugglega fyrir þessar skuld því þegar hann hætti í Glitni þá fékk hann um 7000 miljónir fyrir vikið.

Óabyrg meðferð fjármuna lesendur góðir.

þögn...þögn.....þögn........

ERTU AÐ GRÍNAST Í MÉR?!

Á ég að hætta að borga lánin mín með þeim rökum að það sé óábyrg meðferð fjármuna? Ég gæti ímyndað mér að svona afsökun gæti komið frá fjársvíkjandi siðleysingja. Tryggingasvindlara eða þvíumlíkt en þetta er fyrrverandi BANKASTJÓRI.

Ég hvet lesendur til að nota sömu rök á bankann og Bjarni Ármansson.

þriðjudagur, 8. september 2009

Umræða um athugasemdir.

Ég hef ekki tekið þátt í garginu úr bloggbjarginu varðandi umræðuna um nafnlausar athugasemdir. Mér finnst sú umræða bjánaleg. Steininn tók svo úr þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins (að sjálfsögðu) kom fram og vill láta BANNA nafnlausar athugasemdir.

Hvernig ætli hún skyldi fara að því?

Allar tilraunir stjórnvalda til að hafa áhrif á eða banna umræðu um samfélagsmál eru dæmdar til að mislukkast. þá opnar bara einhver vefsvæði í Færeyjum og bloggar þaðan. Þetta er tómt mál að tala um. Ábygrðin hlýtur að liggja hjá viðkomandi síðueigendum.

Á mínu bloggi ber ég ábyrgð. Ég hef þrisvar eytt athugasemdum á blogginu mínu. Óhróður um fjölskylduna mína og tvær ofbeldishótanir í garð útrásarvíkinga. -Punktur.

Mér er NÁKVÆMLEGA sama hvað fólk segir um mig en ber ábyrgð á athugsemdum um annað fólk. Ég renndi yfir athugasemdirnar við þetta blogg og ákvað að láta allt standa. Sumt er svo banal að það þarf ekki einu sinni að eyða því :)

Ég meina á ég að fyrrast við svona athugasemdir?

  • Gráðugu og heimsku sjallanasistasvín.
  • Sjallasvín! haldið bara áfram að kyssa vöndinn
  • Masókískir kjósendur sjálfgræðisFLokksins eru sori á íslenskri grundu.
  • Teitur, Sjálfstæðismenn eru bara einfaldlega ekki sammála þér! BINGÓ! Það er hefðbundið af Vinstrimönnum af kalla alla sem ekki eru sammála þeim fávita, drullusokka og aumingja. Svona lagað heyrir þú aldrei frá hægrimönnum.. nema mér ... KOMMASVÍNIÐ ÞITT!
Þetta er bara bull. Bull og vitleysa sem veitir sjálfsagt þessum nafnlausu ákveðna fróun. Sauðmeinlaust gagg frá Klikkunarkletti.

Annars hef ég verið aðeins að pæla í orðum mínum og afskökun til Tryggva Þórs og sé mikið eftir því að hafa kallað hann vindbelg og hvaðeina. Sér í lagi þar sem pistillinn var einhverskonar árétting um að vera sómasamlegur. Þar hitti ég sjálfan mig beint í punginn. það sem sló mig svona var að Tryggvi á fjögur börn. -Ég á þrjú.

Maður talar ekki svona um pabba einhverra barna. -Við erum ekki ein. Orðum beint að Tryggva er líka beint að börnum hans þegar öllu er á botnin hvolft.

Ég bið hann innilega afsökunar og lofa að gera þetta aldrei aftur.

mánudagur, 7. september 2009

Ég biðst afsökunar.

Ég horfið á Slóvenska heimildamynd um daginn sem fjallaði um borgarastríðið í Júgóslavíu sem geysaði á árunum 1991- 1999. Ágætis mynd sem byggð var í kringum fréttaefni sem náðist í stríðinu. Fréttir voru klipptar saman og reynt að útskýra samhengi hlutanna í þessari flóknu atburðarás. Sumt af þessu efni hafi ég reyndar séð eins og flestir fréttafíklar en annað ekki. Ég fékk óbragð í munninn þegar Slóbótan Mílósevits birtist reglulega í Serbnesku fréttunum til að gefa sína útgáfu af hryllingi stríðsins. Annar eins lygari er sjálfsagt vandfundinn í samanlagðri sögu 20. aldar. Hann hljómaði nefnilega nokkuð trúverðugur þegar hann sagði að fréttamyndir af sundurtættum líkum eftir sprengjuárasir Serba væru sennilega brúður sem væru notaðar í áróðursskyni gegn Serbum. Líkamshlutarnir sem Mílósevits vísaði á málin sínu til stuðnings virkuðu eignlega eins og þeir væru af brúðum.

Lygar hljóma stundum nefnilega nokkuð sannfærandi. Lygar eru nefnilega oftar en ekki studdar með ákveðnum rökum og sem slíkar virka þær. -Í smá stund.

Þetta með lygarnar hans Mílosevitsar er þó ekki efni þessa blogg. Efni þessa bloggs er að biðjast afsökunnar. Ég kallaði nefnilega kjósendur Sjálfstæðisflokksins "sækópata" í bloggi sem ég reit eftir að niðurstaða úr einhverri könnun benti til þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi. Ég merkti þetta blogg reyndar sem "gremjublogg" en what the hell. Maður á ekki að segja svona. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru miklu frekar meðvirkir eins og kallað er í brennivínsfræðunum. Leita þangað þar sem þeir eru kvaldastir og reyna trekk í trekk að fá töluna 5 út úr dæminu 2+2. Kjósendum Sjálfstæðisflokks til sáluhjálpar er vert að benda á samtök á borði við CODA en þau eru sérhönnuð fyrir meðvirka og vinna með 12 spora kerfið.

Ég bið þá innlega afsökunnar á sækópatabríkslinu.

Hvað er það annars sem fær fólk til að kjósa flokk sem hefur rústað efnahag landsins, æru þess og innviðum? -Hvað? Getur einhver svarað mér! Getur verið að hinir flokkarnir séu svo hrikalega lélegir að niðurstaðan úr bestun sé hinn spillti Sjálfstæðisflokkur? Þessi staðreynd er mér alger ráðgáta.

En ég var að biðjast afsökunar. Tryggvi Þór Herbertsson kvartaði nefnilega yfir skrifum mínum. Við því verður að bregðast. Það er nefnilega sómasamlegt að bregðast við og biðjast afsökunar þegar það á við. Ég vill vera sómamaður og tel mig hafa verið sæmilegan, amk eftir að ég setti tappann í flöskuna fyrir tæpum 10 árum síðan. Ég gengst við mistökum mínum og reyni ekki að skjóta mér undan þeim með lygum og hálfsannleik.

Í þessari heimildamynd um borgarastríðið i Júgóslavíu er hræðilegt myndbrot þar sem fréttamaður fer í fylgd bresks liðsforingja um sviðna jörð vígvallarinns sem var í þessu tilfelli lítið bosnískt þorp. Öll húsin höfðu verið brennd til grunna og íbúarnir myrtir. Breski liðsforinginn sagði fréttamanni hvað gerst hafði. Á röddu hans mátti greina djúpa reiði sem hann átti í vandræðum með að hemja. Hann lýsti því yfir að í tilteknu húsi hefðu hermenn hans fundið tvo karlmenn sem hefðu verið skotnir. Síðan hefði eitthvað svín ("some svine" eins og liðsforinginn breski orðaði það) læst konurnar og börnin niðri kjallara og borið eld að húsinu. Myndavélin sýndi síðan brunnin lík kvenna og barna þar sem þau lágu eins og hráviði um rústir hússins. Ég sá að liðsforingjanum breska brá nokkuð við þetta orðaval sitt, -svine. Hann blygðaðist sín fyrir þetta orð, jafnvel þótt það ætti fullkomnlega rétt á sér. Hann notaði orðið bara einu sinni og vísaði í svínið sem brenndi fólkið sem "hermann" í seningunni sem fór á eftir.

Nú er ég ekki að líkja Tryggva þór við morðhund eða þvíumlíkt. Ég er að beina athyglinni að orðum breska liðsforingjans. Hann átti í erfiðleikum með að finna orðum sínum stað um þennan verknað. Ég á líka erfitt með að finna orðum mínum stað um brennuvargastarfsemi Sjálfstæðisflokksins, lygar þeirra, yfirvarp og hálfsannleik.

Ég kallaði Tryggva Þór Herbertsson flautaþyril, vindbelg og froðusnakk. Afsakaðu mig Tryggvi Þór. Ég sé eftir þessu og vildi helst hafa notað önnur orð um þig.

Hvaða orð önnur en flautaþyrill, vindbelgur og froðusnakk getur maður notað? Ég lagðist undir feld og viti menn. -Orðið kom.

Tryggvi Þór Herbertsson er "gegnvísir". Gegnvísar eru þeirrar náttúru að hægt er að stóla á með nokkrum áreiðanleika að hans skoðun er andhverfan af skynsamlegri skoðun. Skoðun Tryggva á málefnum líðandi stundar eru því alltaf gegn skynseminni og því nothæfar til greiningar á allskonar málum. -Gegnvísir.

Nú er ég s.s búin að biðja Tryggva Þór Herbertsson afsökunar á orðum mínum. Það er ákveðin sómi fólgin í því að mínu viti. Nú er bara að bíða og sjá hvort Tryggvi Þór Herbertsson biðji mig afsökunnar á því að lánin mín hafa hækkað stórkostlega eftir efnahagshrunið (sem var Sjálfstæðisflokknum að kenna ef einhver vissi það ekki).

Tryggvi Þór gæti líka beðið mig afsökunar á því að við hjónin neyddumst til að lækka leiguna á íbúðinni okkar vegna efnahagsástandsins (sem er Sjálfstæðisflokknum að kenna ef einhver vissi það ekki)

Í leiðinni gæti hann líka beiði mig afsökunnar á því að fólk gefur mér illt augnarráð þegar ég segist vera frá Íslandi enda orðspor Íslendinga komið á Téténiustig (sem er Sjálfstæðisflokknum að kenna ef einhver vissi það ekki).

Jú og fyrst hann er byrjaður, þá gæti hann líka beðið mig afsökunnar á því að börnin mín þrjú munu koma til með að greiða fyrir fúskið sem Tryggvi olli sem bankastjóri í Askar Capial.

Já og bið þú mig líka afsökunar á rangindakýrslunni sem þú skrifaðir með þessum Miskín. Í henni hélst þú fullum fetum fram að íslenskur efnahagur stæði styrkum fótum á viðkvæmum tíma, eimitt þegar við þurftum að stíga á bremsurnar. Mesta efnahagshrun vestrænnar þjóðar var handan við hornið og þú og þessi Miskín föttuðuð það ekki þrátt fyrir alla snillina. Þessi skýrsla var og er skammarleg.

Já Tryggvi. Bið þú mig afsökunar!

Sjálfstæðismenn eru ekkert þá þeim buxunum að biðjast afsökunar enda er afsökun hverskonar táknmynd fyrir veikleika að mati Sjálfstæðismanna. Þetta sannaðist á síðasta flokksfundi Sjálfstæðismanna þar sem hrunið var gert upp með einni setningu! "Stefnan klikkaði ekki, heldur fólkið". -Yeah right. Heimdellingar höggva í sömu knérun og ályktuðu um daginn að ástæða hamfaranna var að "stefnunni var ekki fylgt nógu vel eftir". Er það furða að ég í gremju minni hafi kallað Sjálfstæðismenn Síkópata.

Rétt eins og í Júgóslavíu undir stjórn Mílósevits, þurfa Sjálfstæðismenn að horfa upp á veldi sitt molna eins og kristalsskál. Flokkurinn sem hafði tögl og haldir á öllum sviðum mannlífssins grípur nú í tómt og eina haldreipið eru lygar og hálfssannleikur. Öllum öðrum er kennt um ófarirnar og meir að segja gengur ósómi Sjálfstæðisflokksins svo langt að hann beinlínis berst gegn uppbyggingu efnahagskerfisins með oddi og egg. Hendir síðan gysi að þeim sem þurfa að tína upp ruslið eftir 18 ára samfelda ógnarstórn flokksins. Segir þá ekkert kunna og ekkert geta enda Sjálfstæðismönnum einum treystandi fyrir ríkisfjármálunum!

Jæja. Nú er ég búin að segja afsakið. Skyldi Tryggvi Þór Herbertsson gera slíkt hið sama?

-Trauðla því afsökun því Sjálfstæðismaður með sómatilfinningu ekki til. Hugmyndin er þversögn, rétt eins og hugmyndin um giftan piparsvein.

Vegna þess að ef að Sjálfstæðismaður væri með sómatilfinningu myndi sá finna pólitískum hugmyndum sínum annan vetvang.

Tryggvi Þór Herbertson kvartar yfir mér

Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson kvartaði sáran yfir þessu bloggi mínu sem birtist um daginn. Ég hvet alla til að lesa það yfir og reyna að finna umkvörtunarefnið sem slíkt. Ég hallast helst að það hafi verið þessi setning sem knúði Tryggva Þór Herbertsson til þess að kvarta undan mér.

Er hægt að slíta söguna um hrunið svona rosalega úr samhengi? Sögu sem er ekki einu sinni orðin tveggja ára. Kreppa litla er rétt farinn að ganga en Sjálfstæðisflokkurinn þykist ekki kannast við krógann þrátt fyrir Sjálfstæðisfokkið hafi staðið yfir í 18 ár.

Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum sagði mér að ég verði sennilega kærður fyrir þessa setningu. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Hér og hér. Ég veit satt best að segja ekkert hvað ég geri í þessu klögumáli Tryggva.

-Ég ætla a.m.k ekki að gera ekki neitt.

sunnudagur, 6. september 2009

Hefðu átt að grípa til aðgerða fyrr...

Illugi Gunnarsson alþingismaður, oft kenndur við svikamilluna, sjóð 9, er iðinn við kolann eins og felstir sjálfstæðismenn í gagnrýni á björgunarstörfin eftir 18 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir að "[að] það hefði átt að grípa mun fyrr til aðgerða fyrir heimilin í landinu".

Alveg óvænt er ég sammála Illuga Gunnarssyni. það hefið átt að grípa mun fyrr til aðgerða fyrir heimilin í landinu. Best hefði verið að grípa til aðgerða svona árið 2004 þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafið verið við völd í 13 ár.

Já Illugi, það hefið átt að grípa í taumana miklu fyrr.

laugardagur, 5. september 2009

Hræsinn hagfræðingur.

Tryggvi Þór Herbertsson var áður an hann varð hagfræðingur, takkameistari í upptökustúdíóum, upptökustjóri fyrir plötuútgefendur. Nú er hann sem þingmaður að ýta á aðra takka. -Alla vitlausu takkana satt best að segja.

Í nýlegu bloggi tekst Tryggva þó að bregða sér í hlutverk kokteils-barþjóns og hristir saman nokkuð vinsælan drykk. Drykk sem samanstendur af söguskýringu Sjálfstæðisflokksins, blandaðan með dassi af heimskulegum fordómum um vinstri menn. Drykkurinn er svo skeyttur með sykurrönd og röri sem einnig en notað til þess að sjá heiminn í gegnum. -Tvöfaldur Hannes.


Í blogginu text Tryggva óvenju vel upp í því að bíta í skottið á sjálfum sér og éta, upp þjóhnappana, í gegnum sterkbyggðan hrygginn, upp að hnakka og endar svo á því að éta upp tunguna í sér aftanverða. Þar stoppar svo átið því ekki er lengra hægt að komast í þeirri íþrótt að bíta í sitt eigið skott.

Í fyrstu málsgrein Tryggva er þessi snilld.

Nú fer í hönd einn erfiðasti kafli fjármálakreppunnar fyrir valdhafana – hvernig eyða á 150 milljarða halla á ríkissjóði á þrem árum. Stjórnmálamenn í eðli sínu vilja frekar auka útgjöld en minnka. Sérstaklega vinstrimenn. Það er líklegra til vinsælda en niðurskurður

Já ágætu lesendur. Vinstri menn hafa svo gaman af því að auka útgjöld. Hvaðan Tryggvi hefur þessa speki er mér ókunnugt og ég veit ekki í hvaða sarp hann sækir þessa visku. Sjálfstæðismenn hafa nefnilega stjórnað landinu meira og minna frá lýðveldisstofnum og samfleytt í 18 ár þar til í sumar. Ég held að Tryggvi geti ekki stutt mál sitt neinum rökum í þessari staðhæfingu en fróðlegt væri að sjá hve langt aftur í sögunna Tryggi sælist til þess arna. Tryggva Þór Herbertssyni til fróðleiks skal bent á að umsvif ríkisins á valdatíma sjálfstæðisflokksins 1997 - 2007 margfölduðust, þrátt fyrir alla einka(vina)væðinguna og "báknið burt" slagarann sem sífellt hljómar í Valhöll.

Tryggvi tekur ekki fram að þessi 150 miljarða niðurskurður er tilkomin vegna lélegrar frammistoðu.. Nei afsakið glæpsamlegrar frammistöðu Sjálfstæðisflokksins s.l. 18 ár. Þarf virkilega ekki að taka fram hversvegna þessi niðurskurður þarf að fara fram? Er hægt að slíta söguna svona úr samhengi? þetta er álíka og brennuvargur hlægi að fórnarlömbum sínum fyrir að hafa ekki komið upp um
sig.

"Ha ha. Húsið ykkar brann. Þið voruð ekki með slökkvitæki og allir sofandi. Ha ha. Kunnið ekki á reykskynjara. -Ligga ligga lá."

Nei í tvöföldum Hannes er ekki neitt samhengi, bara þvæla og hálfsannleikur. En bíðið við. þetta er ekki búið því næsta setning Tryggva er tímamótaverk í hræsni:

Í mínum huga heitir það lýðskrum og flótti frá raunveruleikanum þegar þingmenn koma fram með hugmyndir sem þessar

Flótti og lýðskrum lesendur góðir. Er ekki allur þessi texti Tryggva einmitt flótti og lýðskrum? Hitta þessi orð hann ekki sjálfan fyrir beint í punginn? Hafið þið vitað annað eins? Maðurinn sem skammast í ríkisstjórnininni fyrir að þurfa að skera niður, en tekur ekki fram að það var stefna hans eigins flokks sem var ástæða niðurskurðarins. Er þetta ekki heimsmet hjá Tryggva Þór Herbertssyni?

Tryggvi talar um lýðskrum. Í Icesave deilunni lögðu Sjálfstæðismenn gríðarlega áherslu á að borga ekki krónu umfram tryggingasjóðinn. Sjóð sem var nánast tómur. Húkkurinn var að stjórnvöld sannarlega ábygrðust Icesave-reikningana, en bara með sjóði sem var nánast tóm
ur (en því var náttúrulega ekki flaggað) Hverskonar ríkisábyrgð er það? Hvað ætli það myndi kosta Íslendinga að hafa svona orð á sér? Tryggvi getur ugglaust reiknað það út, fengið til þess vin sinn Mishkin og hripað niður einhvað pepp á wordskjal og sent til Sjálfstæðisflokksins.

Þessi Mishnin mun hafa fengið vel á annaðhundrað þúsu
nd dollara fyrir aðra grín-skýrlsu sem hann samdi með Tryggva Þór Herbertssyni. Skýrslu sem mærði styrk íslensk efnahagslífs nokkrum vikum fyrir hrunið. Siðast komst þessir kónar í fréttinar þegar birtist mynd af þeim glaðhlakkaralegum þar sem þeir höfðu drepið eitthvað dýr. Voða spennadi. Hárið hefur sjálfsagt risið á höfði Tryggva af spennu þegar hann tók í gikkinn og felldi dýrið.

Annars var þessi mynd af þessum veiðimönnum svolítið táknræn. Aðeins þyrti að skipta út hreindýrsræflinum fyrir einhvern dæmigerðan almúgamann til að fullkomna samhengið. Þessir tveir gáfu íslensku efnahagslífi náðarskotið.

Er hægt að slíta söguna um hrunið svona rosalega úr samhengi? Sögu sem er ekki einu sinni orðin tveggja ára. Kreppa litla er rétt farinn að ganga en Sjálfstæðisflokkurinn þykist ekki kannast við krógann þrátt fyrir Sjálfstæðisfokkið hafi staðið yfir í 18 ár.

Það sem vekur undrun mína og aðdáun að vissu leiti er spurningin hvort Tryggvi trúi þvælunni í sjálfum sér í alvörunni, og ef svo er, í hvaða heimi býr maðurinn? Eru allir Sjálfstæðismen í þessum heimi? -Það væri fróðlegt að vita. Hvar var Tryggvi eftir 2002 þegar gnýrinn frá fyrstu einkaþotunum ráku þrestina í kirkjugarðinum af greinum sínum? Veit maðurinn ekki af samvafningi Sjálfstæðisflokks og Landsbankans? -Kjartan Gunnarson þið vitið? Veit hann ekki af Sigurjónin digra og tengslum hans gegnum Guðlaug Þór inn í FLokksmaskínuna? Hvernig getur maður með sómatilfinningu horft framhjá samblæstri Sjálfstæðisflokksins og Icesave? -Úbbs! Afsakið aftur. Ég gleymdi að hugmyndin um Sjálfstæðismann með sómatilfinningu er þversögn, rétt eins og hugmyndin um giftan piparsvein.

Tryggvi er sjálfsagt meiri Sjálfstæðismaður en sómamaður og heldur eins og margir FLokksmenn að "sómi" sé einhver samlokugerð í Kópavogi. Samloka með heindýrakjöti og Mishkinsósu..

Hugsum aðeins um þetta orð "sómamaður" og "sómakona". Er það ekki sá sem er vandur að virðingu sinni? Sá sem hugsar um æru sína, sá sem er viðhlítandi, og fallegasta samheitið: Ærukær.

Tryggvi er ekkert af þessu. Hann er vindbelgur, flautaþyrill og froðusnakkur.


föstudagur, 4. september 2009

Sjálfstæðisflokkurinn

Ég hef lengi velt fyrir mér Sjálfstæðisflokknum. Flokknum sem hefur alla jafna verð með fastafylgi á bilinu 35 - 40%. Flokknum hans Davíðs, Hannesar og helstu burgeissanna í atvinnulífi þjóðarinnar. Ég hef verið að velta fyrir mér stefnu þessa flokks. Stefnunni þar sem frelsi einstaklingsins er mært í hvívetna. Frelsi einstaklingsins þakka ykkur fyrir. -Er til fegurra konsept?

Ég hef alltaf á tilfinningunni að þegar Sjálfstæðismenn mæra frelsið, þá felast í því skilaboð um að andstæðingar þeirra séu á einhvern hátt fylgjandi ófrelsi. Það liggur trikkið. En í trikkinu er líka fall hans falið því að það var einmitt þetta óhefta frelsi bankanna sem að rústaði efnahag þjóðarinnar og æru landsins. Eftir að hafa haft 18 ár til þess að óhefta frelsið er uppskeran ljós. Þjóðargjaldþrot, mótmæli og ærumissir.

Frelsið góðu lesendur. En frelsi frá hverju gæti einhver spurt. Jú frelsi frá ríkisafskiptum. Innifalið í stefnu Sjálfstæðisflokksins er því einhverskonar smækkunarárátta gæti maður haldið. En hvað gerðist á þessum 18 árum? Umsvif ríkisins stórjukust. Það er því himinn og haf milli orðs og æðis Sjálfstæðisflokksins.

Ágætis dæmi um þetta er þegar Reykjavíkurborg (undir stjórn Sjálfstæðisflokksins) ákvað að bjóða upp á "bláu (rusla)tunnuna" fyrir reykvísk heimili. Þar fór Reykjavíkurborg með öllu sínu apparati og innfrastrúktúr í beina samkeppni við fyrirtæki sem þegar bauð upp á "grænu tunnuna" sem var svipað konsept. Ég var þá einmitt í áskrift að svona grænni tunnu og þegar bláa tunnan kom, var hún þúsundkalli ódýrari en græn tunna einkafyritækisins Gáms. Ég hringdi í Gám og spurði hvort þeir gætu jafnað verð Reykjavíkurborgar. Nei því miður var svarið. Við getum það ekki (reyndar hefur þetta greinilega breysts því græna tunnan er nú á 950 kr). Ég sagði því upp grænu tunnunni og fékk mér (Sjálfstæðis)bláa tunnu. Enda var hún mun ódýrari. Sem sagt. Þarna var Sjálfstæðisflokkurinn að eyðileggja markaðinn fyrir einkafyrirtæki. Gísli Marteinn, einn af skósveinum Hannesar Hólmsteins var heilinn á bakvið þetta inngrip í markaðinn og aðspurður hverju þetta sætti var svarið eitthvað á þessa leið:
"Við erum lögbundin því að veita Reykvíkingum ákveðna þjónustu og við verðum að fara eftir lögum. Þessvegna bjóðum við upp á þessa nýjung".
Gísli faldi sig þarna bakvið einhver lög sem hann hefið alveg getað horft framhjá eða túlkað öðruvísi. Það sem gerðist þarna var míní útgáfa af stækkunaráráttu kerfisins sem Sjalfstæðisflokkurinn mælir sjálfur svo hart í mót. það er gaman að geta þess að Sjónvarpsstjóri RÚV hefur alltaf notað sömu afsökun fyrir því að ríkissjónvarpið sé í samkeppni við Stöð2 og Skjá1 um kaup og sýningar á amerískri afþreyingarefni. En embætti sjónvarpsstjóra RÚV er "eign" Sjálfstæðisflokksins, alveg eins og embætti forstjórna Tryggingarstofnunar er "eign" Samfylkingarinnar. -En það er önnur saga.

Frelsi einstaklingsins ágætu lesendur.

það virkar sumstaðar en ekki allstaðar. Líklegt er að fyrirtækið sem bauð upp á grænu tunnuna hafi ekki greitt nógu mikið í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins eða kosningasjóð Gísla sjálfs því urmull dæma er um að nauðsynleg þjónusta hafi verið lög niður ellegar minnkuð niður í ekki neitt. Einkavæðing virðist bara veraframkvæmd þegar það hentar "réttum" Sjálfstæðismönnum.

Hinsvegar var það svo í landsstjórninni á síðari hluta þessara 18 ára sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrði með harðri hendi, að vissir geirar kerfisins voru lagðir niður (Þjóðhagsstofnun) eða kerfisbundið haldið niðri (FME) því það hentaði bestu vinum Sjálfstæðisflokksins. -Bönkunum.

Í auglýsingabroti úr nýrri íslenskri bíómynd um hrunið má heyra Geir Haarde segja frá því (00:30) "[að] ríkisstjórnin hafi ekki verið með beinar upplýsingar um lánastarfsemi bankanna, þeir voru fífldjarfir og því fór sem fór". Einmitt! Þetta er rétt hjá Geir enda hafði Sjálfstæðisflokkurinn þvílíka ímugust á "eftirlitsiðnaðinum" (eins og þeir kölluðu eftirlitsstofnanir ríkisins) að þeir lögðu niður Þjóðhagsstofnum og létu bönkunum sjálfum sjá um efnahagsspár! og það sem er kannski verra, kerfisbundið veiktu FME með pólítiskum mannaráðningum. Þessvegna voru engar upplýsingar til um stöðu bankanna. Þessvegna kom hrunið okkur svo í opna skjöldu. Sjálfstæðsmenn gerðu reyndar eitt til að auka eftirlit. Þeir komu á stofn einhverri nefnd sem sá um að allar reglur frá hinu opinbera sem varða peningamál, voru stoppaðar Þessi nefnd hafði þann eina tilgang að stoppa nýjar reglur í fæðingu!

Það var því stefnan sem klikkaði ekki fólkið eins og Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram. Stefnan var röng. Hún var vitlaus og skaðleg. Við Íslendingar sitjum svo sannarlega í úldinni hugmyndafræðisúpu Sjálfstæðisflokksins og munum gera næstu áratugi.

Það vekur alltaf furðu mína þegar ég les um það að u.þ.b þriðjugur Íslendinga styðja þennan stjórnmálaflokk og ég get bara gert mér í hugarlund hversvegna það er. Sjálfur þekki ég nokkra harða Sjálfstæðismenn sem margir hverjir eru meðal minna bestu vina, og hef reynt að fá botn í þessa ótrúlegu staðreynd. Ég er farinn að hallast að því að ástæðurnar fyrir því að svo margir styðja Sjálfstæðisflokkinn eru ekki pólitískar heldur einhvernvegin félagslegar. Fólk vill tilheyra þessum hóp af félagslegum ástæðum. Alveg eins og ef um fótboltalið sé um að ræða. Hvaða mynd höfum við t.d af "Sjálfstæðismannninum"? Er það ekki einhver sem hefur það býsna gott? Einhver sem græðir á daginn og grillar á kvöldin? Hver vill ekki vera í þeim pakka? Eiga flotta bíla, flott hús og garð sem sífellt er snyrtur? Liggur ástæðan fyrir velgengni Sjálfstæðisflokksis í kosningum og könnunum í góðri ímynd?

En aftur að hugmyndafræðinni. Nú eru nýafstaðnar kosningar í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna. Sá sem vann hafði þetta einfalt. Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins klikkaði ekki. Það semu klikkaði var að hugmyndafræðinni var ekki fylgt eftir af nógu miklu harðfylgi! Þetta minnir óhuggulega á afsökun harðkjarna kommúnista við fall þeirrar vondu stjórnmálastefnu. Ljóst er að Davíðsæskan ætlar ekki að gera upp hrunið. Ég er samt fullviss að sá Sjálfstæðsimaður sem byrjar á því mun uppskera ríkulega. Þá kemur að hinni þversögninni varðandi Sjálfstæðisflokkinn. Hjarðhugsun þessa flokks sem kennir sig við einstaklingshyggu! Litið er á allar sjálfstæðar skoðanir flokksmanna sem óæskilegar og dæmin eru óteljandi um að sá sem upphefur rödd sina, gegn flokkslínunni, geldur þess dýru verði. Samstaðan er nefnilega límið í flokknum. Nokkuð sem hefur að vísu vissa kosti, en gallarnir eru ekki síður augljósir.

Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er loksins kominn í stjórnarandstöðu bjóst ég og sjálfsagt fleiri við því að kerfisbundin endurskoðun myndi eiga sér stað í flokknum. -En nei. Ekkert bólar á slíku. Sama liðið og gaf okkur Icesave berst nú gegn öllum samningum um fyrirbærið. Kjartan Gunnarson framkvæmdastjóri Sjálfstæðflokksins þáverandi, var nefnilega líka stjórnarformaður Landsbankans og veit því sennilega manna best hvað áhættu bankinn tók með því að stofna þessa reikninga. Þræðis Landsbankans og Sjálfstæðisflokksins eru nefnilega ofnir saman sem þræðir í kaðli og Icesave reikningarnir og ríkisábyrgðin ætti þvi ekki að vefjast fyrir þeim. Bjarni Benediktson núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í nýlegri ræðu:
Ég vil til dæmis benda á að ríkisábyrgð var aldrei lofað af fyrri ríkisstjórn og lagalegri óvissu í málinu var ávallt haldið til haga. Í gærkveldi var veifað minnisblaði um samning við Hollendinga í Kastljósinu. Þetta var enginn samningur, heldur minnisblað. Geir H. Haarde gerði forsætisráðherra Hollands á sínum tíma grein fyrir því að málið yrði ekki unnið áfram á þeim forsendum og staðreynd málsins er sú, að það var vegna mótstöðu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við pólitískar þvinganir sem málið tók nýja stefnu og samið var um hin sameiginlegu viðmið. Þau voru nýtt upphaf, nýr grundvöllur að áframhaldandi viðræðum. Núllstilling.
Núllstilling góðir lesendur. Það eina sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur núllstillt er efnahagskerfi landsins. Við erum stödd á árinu núll. Ekkert er eftir. Núll og nix. Pælum aðeins í orðum formannsins. Hann er að segja að Íslendingar beri jú ábyrgð á þessu, en vísar í tryggingasjóð sem er allt að því tómur! Allt umfram þennan nánast tóma sjóð á ekki að borga. Gott og vel. Þetta er helsti punktur Sjálfstæðismanna. -Ekki borga umfram tryggingasjóðinn. En hvaða skilaboð eru þetta. Er virkilega hægt að segjast að ríkið ábyrgist eitthvað og vísa síðan á tóman sjóð? Hvaða ábyrgð er það eiginlega? Þetta er eins og að ábyrgjast eitthvað og sýna stórt og þykkt peningaumslag en þegar til kastanna kemur er umslagið fullt af gömlum hundraðköllum!

Siðferði ágætu lesendur. Siðferði er hugtak sem við vanmetum. Hinar óskrifuðu reglur. Hugsum aðeins um þær. Ég hef stundum sagt að menntun lögfræðinga sé ábótavant og þeir séu sérfræðingar í tittlingaskít en kunni ekki muninn á réttu og röngu. Því miður sé ég ekkert í farvatninu sem er viðbúið að breyta þessari skoðun minni. Lögfræðingasamfélag er sennilega eitthvert það ógeðfeldasta sem hægt er að hugsa sér. Í svoleiðis samfélagi er það sem er ekki beinlínis bannað, -leyfilegt. Frelsi einstaklingsins þið munið. Arkadía sjálf, sveipuð ljóma sólarinnar.

Þó að það sé ýmislegt í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem ég er hallur undir, þá get ég ómögulega fylgt mér í hóp Sjálfstæðismanna. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi eru þeir ekki traustsins verðir, flokkurinn spilltur og rotin og svo ég ég barasta of mikill einstaklingshyggjumaður til þess að geta fundið mig í þessum flokki. Allt tal hans um frelsi einstaklingsins eru orðin tóm eins og dæmin sanna. Annarlegar ástæður liggja að baki fagurgalanum um frelsið.

Annarlegar ástæður lesendur góðir.

Bílar óskast !

Eftir að við keypum okkur Toyotuna í fyrrasumar, þá er fastur liður í umgengdi við bílinn að taka af honum allskonar miða þar sem fólk vill kaupa bílinn. Einu sinni var hringt beint í mig og greinilegt að sá sem hringdi hafði skoðað hann gaumgæfilega. Sá vildi endilega kaupa bíllinn. Ég fæ venjulega svona miða undir þurrkuna en núna er byrjað að senda mér í pósti tilboð um að ég seldi bílinn.

Þið trúið mér kannski ekki en ég tók að gamni tvö svona blöð og festi þau á filmu áður en ég henti þeim.

Ef að einhver á Íslandi vill hafa samband við bílasalana, þá skal ég glaður aðstoða við að koma einhverju af stað eða vera til staðar sem tengiliður.

-Og ég ætla ekki að taka krónu fyrir viðvikið. Sendið mér póst á teitur.atlason@gmail.com
fimmtudagur, 3. september 2009

nei - Nei - NEI ! !


Við þurfum ekki annan Ástþór!!!

Blogg vikunnar

Illugi Jökulsson er naskur á að sjá skógin fyrir trjánum. Í þessu bloggi fer hann á kostum. Ég hvet alla til að lesa það hið snarasta.

Nú er alveg komið að pólitísku uppgjöri við Hrunið. Ekki láta sem það hafi aldrei gerst. Þá verður ólíft á Íslandi. Þetta á við alla flokka sem komið hafa að landsstjórninni s.l 20 ár.

-Samfylkingin er þar ekki undanskilin.

Hérna er blogg Illuga.

Hef ég spurt að þessu áður: Hvaða sjálfstæðismaður ætlar að taka að sér að flytja leyniræðu Krústjovs?
Ég á við ræðuna sem Níkita Krústjov flutti á 20. flokksþingi sovéska Kommúnistaflokksins og fjallaði um persónudýrkun á Stalín heitnum og þær afleiðingar sem gagnrýnislaus fylgisspekt við leiðtogann hefði haft.

Með þessari ræðu - sem var fljót að spyrjast út þótt flutt væri fyrir lokuðum dyrum - hófst uppgjör Kommúnistaflokksins við Stalín og hans skelfilegu arfleifð.

Uppgjör sem aldrei lauk, því arftakar Stalíns þorðu ekki alla leið, en það er önnur saga.

Sú viðleitni sem fólst í ræðu Krústjovs var virðingarverð.

Ég ætla auðvitað ekki að líkja saman ógnarstjórn Stalíns, sem var einhver sú grimmilegasta sem nokkur þjóð hefur þurft að þola, og hátterni þeirra manna sem stýrðu Sjálfstæðisflokknum þangað til hrunið hófst síðastliðið haust.

Það sem þó má líta á sameiginlegt eða altént svipað er persónudýrkunin, og hin gagnrýnislausa fylgisspekt við foringjann.

Og ég held ég þurfi ekkert að skýra það öllu nánar.

En það sem ég vildi sagt hafa: Hvenær hefst uppgjör sjálfstæðismanna við sjálfa sig, foringja sína undanfarin 20 ár, og við stefnu sína?

Nú stendur víst fyrir dyrum formannskjör í stærsta ungliðafélagi Sjálfstæðisflokksins, Heimdalli.

Og bólar ekki eitthvað á umræðum frambjóðenda þar um hvað hefur farið úrskeiðis hjá flokknum síðustu árin?

Er ekki unga fólkið uppfullt af hvassri gagnrýni á þá kynslóð foringja sem nú hefur steypt Íslandi út í skelfilegustu efnahagsvandræði á lýðveldistímanum?

Eru ekki skrif formannskandídatanna í senn beinskeytt uppgjör við fortíðina og nýr og róttækur vegvísir til framtíðar?

Nei, ónei. Formannskandídatarnir skrifa pempíulegar greinar í Moggann þar sem þeir brýna fyrir kjósendum sínum að leiðin út úr vandanum sé leið "frelsisins", leið Sjálfstæðisflokksins, honum einum sé treystandi blablabla.

Það liggur við manni verði bumbult við að sjá hvernig þessir meintu ungu menn hafa sópað fortíðinni, sem þó er svo nýliðin, undir teppi.

Svona ætlar allur flokkurinn greinilega að taka á málunum.

Flokkurinn þykist hafa farið í gegnum uppgjör með því að skipta um formann. Nýi formaðurinn var reyndur sóttur í sjálfa flokksvélina, í helstu valdaætt flokksins síðustu áratugi, og meira að segja í greipar gamla kolkrabbans.

Það var nú allt uppgjörið.

En ég skal trúa sjálfstæðismönnum fyrir því að sá sjálfstæðismaður sem að endingu þorir að stíga fram og flytja þá hispurslausu uppgjörsræðu sem bæði flokkurinn og Ísland allt þarf á að halda, hann mun uppskera rækilega.

En uppgjör þarf ekki aðeins að eiga sér stað í Sjálfstæðisflokknum.

Það þarf líka að eiga sér stað í Framsóknarflokknum.

Þau mannaskipti sem þar hafa orðið duga ekki, frekar en formannsskiptin í Sjálfstæðisflokknum, til að slá striki yfir allt það liðna.

Yfir þátt Framsóknarflokksins í því hvernig komið er fyrir okkur.

Og uppgjör þarf líka að eiga sér stað í Samfylkingunni.

Þótt hún hafi ekki átt viðlíka þátt og fyrrnefndu flokkarnir tveir í að reisa hinn veikburða rússíbana sem hróflað var upp úr íslensku samfélagi, þá getur Samfylkingin ekki horft framhjá því að hafa verið í stjórn í 16 mánuði áður en hrunið varð.

Án þess að gera neitt til að koma í veg fyrir það.

Og Samfylkingin þarf líka að gera upp við þann Blair-isma, sem þar var orðin allsráðandi, að minnsta kosti til skamms tíma.

Á að halda áfram á þeirri braut? Eða hvaða stefnu ætlar Samfylkingin að taka í framtíðinni?

Það má því líka hvetja hrausta samfylkingarmenn og -konur til að flytja sínar leyniræður - en þó helst fyrir opnum tjöldum.

Hvaða flokkur er Samfylkingin? Hvaða hugsjónir hefur hún?

Það væri gaman að heyra, helst nokkuð skýrt og skorinort, takk.

Nýja Ísland.

Ólafur Ragnar eyðilaði hugtakið "nýja Ísland". Hann notaði það nefilega þegar hann var að mæra Ísland útrásarvíkinganna.

Allt tal um "nýtt Ísland", þ.e.a.s póst-hruns-Ísland, er undir þessum ruglingi.

Það þarf að finna nýtt hugtak um Ísland eftir hrunið og nauðsynlegt uppgjör og uppbygginguna sem blasir við.

-Nýtt hugtak þakka ykkur fyrir.

Ragnar gefur brjóst.

Ragnar nokkur Bengtson hefur tekist, með langri þjálfun og stífum æfingum, að gefa brjóst. Ljúffeng mjólk streymir nú úr geirvörtum Ragnars.

-Lesið og undrist.